Tjaldsvæðið Hamrar í Kjarnaskógi er mjög vel útbúið tjaldsvæði með frábærri aðstöðu og nóg að gera fyrir börnin. Bundið slitlag er núna alla leið á svæðið. Þar er einnig gæsla allan sólarhringinn.
MeiraAkureyri, Þórunnarstræti
Tjaldsvæðið í Þórunnarstræti er staðsett miðsvæðis í bænum. Svæðið er lokað af og eingöngu gestum hleypt inn. Þar er aðstaðan mjög góð. Örstutt er að ganga í sundlaug Akureyrar eða í miðbæinn.
MeiraÁrtún
Stutt er til Grenivíkur frá Ártúni en í Grenivík má finna verslun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Ártúns sem vert er að skoða svo sem Minjasafnið í Laufási. Fallegar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, hestferðir í nágrenninu, sólsetur á heimsmælikvarða og fleira sem heillar
MeiraÁsbyrgi
Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði
MeiraÁsbyrgi – Vesturdalur
Í Vesturdal, Ásbyrgi er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta.
MeiraBlönduós
Tjaldsvæðið á Blönduósi er skemmtilegt og vel búið svæði. Þar er hægt að leigja sumarbústaði einnig og því hentar svæði sérstaklega vel fyrir til dæmis ættarmót. Á tjaldsvæðinu eru leiktæki, fótboltavöllur og þjónustuhús.
MeiraDalvík

Á tjaldsvæðinu á Dalvík er heitt og kalt vatn, 2 sturtur og snyrtingar ásamt aðstöðu til að þvo leirtau.
MeiraGrenivík
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
MeiraHauganes, Dalvíkurbyggð

Tjaldsvæðið er á kyrrlátum stað í litla þorpinu Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð, um 20 min akstri frá Akureyri og 10 min frá Dalvík.
MeiraHegranes
Tjaldsvæðið Hegranesi er eingöngu ætlað hópum. Þannig getur þinn hópur verið með sitt einkatjaldsvæði og nýtt sér aðstöðu í húsi einnig.
MeiraHeiðarbær
Við Heiðarbæ er vel staðsett 5 stjörnu tjaldsvæði og stæði fyrir tjaldvagna og húsbíla með góðri hreinlætisaðstöðu ásamt eldunaraðstöðu. Salernisaðstæða fyrir tjaldsvæðið er í Heiðarbæ.
MeiraHimnasvalir

Ferðaþjónustan Himnasvalir er tjaldsvæði og húsbílastæði í hjarta Norðurárdals í Skagafirði. Svæðið er friðsælt og mikil náttúrufeguðr. Þaðan er stutt í gönguleiðir og sund.
MeiraHlíð, Mývatni
Tjaldsvæðið er staðsett við náttúruperluna Mývtan þar sem umhverfið fjölbreytt og meðal annars góðar flatir og hraunbalar sem gefa kost á góðu skjóli. Tjaldsvæðin eru í eins km. fjarlægð frá bakka Mývatns og trjágróður er lítill og þar af leiðandi er lítið um mýflugur á tjaldsvæðunum.
MeiraHofsós
Tjaldsvæðið á Hofsósi er á rólegum stað við grunnskóla þorpsins. Svæðið er stórt og eru leiktæki og íþróttamannvirki grunnskólans við hlið tjaldsvæðisins. Gaman er að ganga í fjörunni og skoða stuðlabergið eða kíkja í Vesturfarasetrið og fá sér svo ís í Sólvík Sundlaugin á Hofsósi var einnig valin sú besta á landinu árið 2011.
MeiraHólar í Hjaltadal
Tjaldsvæðið á Hólum er eitt af skemmtilegri tjaldsvæðum landsins. Þar eru ekki öll nútímaþægindi en tjaldsvæðið dreifist um hinn einstaklega fallega Hólaskóg á misstórum fallegum flötum. Frábærar gönguleiðir allt í kring og saga staðarins og afþreyingarmöguleikar gera veruna sérstaklega eftirminnilega.
MeiraHrafnagil
Tjaldsvæðið í Hrafnagili er vel staðsett í Eyjafirði. Þar er aðstaðan góð og sundlaug við hlið svæðisins.
MeiraHrísey

Tjaldsvæðið í Hrísey er staðsett rétt við íþróttamiðstöðina í bænum og því stutt að skella sér í sund.
MeiraHúsavík

Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
MeiraKirkjuhvammur, Hvammstanga
Tjaldsvæðið Kirkjuhvammur er á skemmtilegum stað fyrir ofan Hvammstanga. Svæðið er stórt og gott með frábæra aðstöðu. Svæðið er skipt í nokkra stóra fleti og nokkra smærri fleti. Lækur rennur við hlið svæðisins.
MeiraKópasker

Tjaldsvæðið Kópaskeri er staðsett við innkeyrsluna í bæinn. Þar er góð aðstaða og góðar gönguleiðir í nágrenni.
MeiraLaugum við Laugavöll
Tjaldsvæðið Laugum er við þjóðveg 1 og er vel búið. Það er rekið af Dalakofanum sem er verslun og veitingastaður stutt frá tjaldsvæðinu.
MeiraLífsmótun, Laugar
Á bænum Hjalla í Reykjadal rekur Sjálfseignarstofnunin Lífsmótun fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Allt svæðið er hólfað niður í litla einkabása og því er hægt að panta fyrirfram, láta taka frá fyrir sig. Starfsfólk Lífsmótunar leggur mikla áherslu á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi.
MeiraLónsá

Tjaldsvæðið Lónsá er staðsett við þjóðveg 1 þegar komið er inn á Akureyri frá Reykjavík, beint á móti Húsamiðjunni
MeiraSauðárkrókur
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina. Á Sauðárkróki er nýtt aðstöðuhús með sturtum og þvottavél.
MeiraSiglufjörður

Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði, annað í miðbænum en hitt í um 10 mín fjarlægð við snjóflóðavarnargarðinn.
MeiraSkagaströnd

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
MeiraSystragil
Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar. Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða, beint á móti Vaglaskógi, aðeins 16 km frá Akureyri. Svæðið er skógi vaxið og sérstaklega skjólgott, hjalandi lækur, gönguleiðir, stutt í sund og golf.
MeiraVaglaskógur
Tjaldsvæðið Vaglaskógi er í Fnjóskárdal. Vaglaskógur er annar stærsti skógur landsins og einn sá fegursti. Margar og fallegar gönguleiðir eru í skóginum. Aðeins 23 km eru til Akureyrar
MeiraVarmahlíð
Tjaldsvæðið í Varmahlíð er skemmtilegt og fjölskylduvænt svæði staðsett sunnantil í Reykjarhóli. Svæðið er skógi vaxið og sérstaklega skjólgott. Gaman er að ganga uppá Reykjarhólinn og njóta útsýnisins yfir Skagafjörð. Fótboltavellir og barnvæn sundlaug eru rétt við tjaldsvæðið.
MeiraVogar, Mývatnssveit

Vogar, ferðaþjónusta er tjaldsvæði staðsett í náttúruperlunni Mývatnssveit. Þar er einnig boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika á gistiheimili. Á tjaldsvæðinu er aðgengi að rafmagni og sturtu með heitu vatni, ásamt eldunaraðstöðu inni. Frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.. . . [raw]
Meira