Ferðaþjónustan Skipalæk rekur tjaldsvæði í Fellabæ. Það er rólegt og heimilislegt svæði við bæjarhólinn á Skipalæk.
Stutt í alla þjónustu. Friðsælt og fallegt umhverfi í jaðri þéttbýlis.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
861-1961
.
.
Á tjaldsvæðinu er bekkir og borð og hægt er að fá rafmagn í húsbíla gegn gjaldi. Þrjú klósett og tvær sturtur eru á svæðinu og við leggjum mikið uppúr því að halda aðstöðunni snyrtilegri.
Skipalækur er 2,5km frá Egilsstöðum, í jaðri Fellabæjar.
Vinsamlega hafið í huga eftirfarandi umgengnisreglur tjaldsvæðisins á Skipalæk
1. Vinsamlega sýnið öðrum gestum kurteisi og gangið um af virðingu.
2. Vinsamlega skiljið snyrtilega við og fylgið leiðbeiningum um flokkun sorps.
3. Vinsamlega takmarkið, eins og kostur er, umferð vélknúinna ökutækja um tjaldsvæðið meðan á dvöl stendur.
4. Vinsamlega haldið hávaða í lágmarki eftir klukkan 22:00 og hafið hljóð eftir miðnætti.
5. Hundar eru leyfðir, en verða að vera í bandi og mega ekki valda ónæði.
6. Vinsamlega farið í gestamóttöku og greiðið fyrir tjaldsvæðið.
7. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu ef eitthvað er ábótavant.
Tjaldsvæðið áskilur sér rétt til að vísa fólki af svæðinu, ef það virðir ekki reglur þessar.
OpnunartímiMaí til September (Opið allt árið ef veður og færð leyfa)
- Golf course
- Electricity
- Warm water
- Cold water
- Cottages
- Dogs allowed
Verð 2020
Fyrir einstakling yfir eina nótt, kr. 1.500.-
Fyrir eldri borgara og öryrkja, kr. 1.000.-
Fyrir unglinga 13 – 16 ára, kr. 500.-
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Fyrir rafmagn yfir eina nótt, kr. 1.000.-
loading map - please wait...