.
.
.
.
.
.
Það verður heldur betur stuð í Galtalækjarskógi helgina 18.-20. júlí þegar fjölskylduhátíð verður haldin í Galtalækjarskógi. Laugardaginn 19. júlí verður þétt skemmtidagskrá fyrir börnin.
LAUGARDAGUR MILLI 13 – 17
Sirkus Íslands, andlitsmálarar, blöðrumenn og ráfarar
Skátaland, hoppukastali, þrautabraut og klifurturn
Jón Arnór töframaður verður með töfrasýningu.
Ávaxtakarfan, sprengjugengið og veltibíllinn.
Ævar Vísindamaður gerir tilraunir með börnunum
Kvöldvaka verður haldin bæði kvöldin. Á föstudagskvöldinu eru það þeir Frikki Dór, Eyþór Ingi og Pollapönk sem munu halda uppi stuðinu og á laugardagskvöldinu munu Pollapönk og Ingó halda uppi stuðinu.
Verð inn á fjölskylduhátíðina er:
4990 kr. fyrir fullorðna
1990 kr. fyrir 14 – 18 ára
Frítt fyrir börn undir 14 ára
Börn undir 18 ára verða að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum