Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
Skaftafell
470 8300
470 8300
GPS N64 01.001 W16 57.964.
.
Sundlaugar í nágrenninu
Kirkjubæjarklaustur Höfn í Hornafirði
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 1967 en síðan 2008 hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Gífurlega fallegt landslag er allt í kring og stutt að fara að jöklum eða ganga á fjöll.
Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla með aðgengi að rafmagni. Akandi umferð inn á tjaldsvæðið er aðeins leyfð milli kl 7:00 til 23:00Í Skaftafellstofu er upplýsingamiðstöð, minjagripaverslun og veitingasala. Þar er einnig, póstkassi og aðgangur að fríu interneti.
OpnunartímiAllt árið
- Toilets
- Warm water
- Cold water
- Restaurant
- Internet
- Electricity
- Dogs allowed
- Wheelchair accessible
- Walking paths
- Washing machine
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
Verð 2020
Gistigjöld, per nótt:
- Gistieining (tjald/hjólhýsi/húsbíll o.s.frv) pr. nótt: 250 kr.
- Fullorðnir (18-66 ára) hver nótt: 1.500 kr.
- Eldri borgarar (67 ár og eldri) og öryrkjar: 1.300 kr.
- Börn (13 til 17 ára) í fylgd með fullorðnum: 900 kr.
- Börn (12 ára og yngri) í fylgd með fullorðnum: gjaldfrjáls
Önnur þjónusta:
- Rafmagn (hver sólarhringur): 1.000 krónur
- Sturta: innifalin í gistigjaldi
- Þvottavél: innifalið í gistigjaldi
Hópabókanir fyrir rafmagn 2020
- Bókanir fyrir rafmagnspláss á tjaldsvæði fer fram í gegnum tölvupóst – skaftafellcamping@vjp.is
- Aðeins er tekið frá fyrir einn hóp á dag (lágmark 10 bílar í hóp).
- Bókanir þurfa að berast með að minnsta kosti 2 mánaða fyrirvara.
- Ein greiðsla skal gerð fyrir allan hópinn.
- Bókanir fyrir tjaldhópa (ef ekki er þörf á rafmagni) eru ekki mögulegar.
loading map - please wait...