Tjaldsvæðið að Leirubakka er 30 km. frá hringveginum við Landvegamót. Ef komið er frá Selfossi er ekið 29 km. í austurátt eftir hringveginum og beygt til vinstri við Landvegamót, 7 km. vestan við Hellu. Þjóðvegur 26 liggur að Leirubakka.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
Á Leirubakka er gott tjaldsvæði með góðri aðstöðu. Þar er góð hreinlætisaðstaða með sturtum og einnig eru þar leiktæki fyrir börnin. Við hlið tjaldsvæðisins er Heklusetrið en þar er veitingastaður með Á-la-cart matseðli, bar & kaffihús, Heklusýning og góð ráðstefnu- og fundaraðstaða. Á Leirubakka má einnig finna náttúrulaugina Víkingalaugina, sem gestum sem dvelja á tjaldstæði eða Hóteli Leirubakka er velkomið að nota. Ekki er hægt að kaupa sér aðgang að lauginni sér.
Tjaldsvæðið er kjarri vaxið og skiptist niður í nokkur rjóður sem gerir það að verkum að gestir finna ekki mikið fyrir því ef margir eru á svæðinu á sama tíma.
Hluti af tjaldsvæðinu er ætlað fyrir tjaldvagna og húsbíla. Rafmagn er á hluta tjaldsvæðisins. Skammt frá tjaldsvæðinu er skáli sem kallast Sönghúsið, en hann er gamalt fjárhús sem gert var upp sem samkomustaður. Hann er leigður út til hópa, ættarmóta og þeirra sem vilja halda veislur yfir sumartímann.
Á Leirubakka er stunduð hrossarækt og tamningar, og þá er boðið upp á stuttar hestaferðir, allt frá klukkutíma ferð upp í dagsferð. Ef næg þátttaka næst, er einnig hægt að teyma undir börnum gegn vægu gjaldi.
OpnunartímiOpið allt sumarið
- Toilets
- Cold water
- Warm water
- Restaurant
- Playground
- Electricity
- Walking paths
- Sport area
- Horse rental
- Hot tub
- Dogs allowed
- Leirubakki
- Leirubakki
Verð 2019
Verð fyrir fullorðna: 1.400 kr
Verð fyrir börn, 6-12 ára: 700 kr
Rafmagn: 800 kr pr nótt
Skilagjald vegna snúru: 5.000 kr
Innifalið í verði er aðgangur að salernisaðstöðu og sturtum. Eins er aðgangur að Víkingalaug innifalinn í verði tjaldstæðisins, en hún er einungis fyrir þá sem eyða nótt á tjaldstæði eða hóteli.
loading map - please wait...