Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi. Á Hellissandi er bensínstöð, safn, verslanir og önnur nauðsynleg þjónusta er innan seilingar.
Sjá nánari upplýsingar að neðan
.
.
433-6929
.
Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er þjónustuhús með salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Á svæðinu er einnig wifi þjónusta.
Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið.
Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík, sem er í 9 km. fjarlægð frá Hellissandi.
OpnunartímiJúní til 15. október
- Restaurant
- Playground
- Toilets
- Cold water
- Walking paths
- Swimming pool
- Warm water
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
- Electricity
- Internet
- Wheelchair accessible
Verð 2020
Fullorðinn: 1.500 kr
14 – 16 ára: 500 kr
Frítt fyrir yngri en 14 ára.
Aldraðir og öryrkjar: 1.000 kr
Rafmagn: 700 kr
loading map - please wait...