Tjaldsvæði í Laugardal er á frábærum stað við hliðina á Laugardalslaug. Tjaldsvæðið í Laugardal er um það bil 3 km. frá miðbæ Reykjavíkur.
Sjá nánari upplýsingar að neðan.
.
568-6944
.
Tjaldsvæðið í Laugardal er staðsett við hliðina á Laugardalslaug en auk sundlaugarinnar er einnig stutt í aðra þjónustu og afþreyingu og má þar meðal annars nefna fjölskyldu- og húsdýragarðinn, grasagarðinn og listasafn Ásmundar Sveinssonar. Tjaldsvæðið er með umhverfisviðurkenningu Earth Check fyrir tjaldsvæði. Unnið er að því á hverjum degi að veita tjaldgestum aðstöðu og upplýsingar um ábyrga ferðamennsku, flokkun úrgangs og endurnýtingu.
Tjaldsvæðið rúmar um það bil 650 manns í tjöldum, húsbílum, tjaldvögnum og því er nánast alltaf pláss fyrir nýja gesti. Um það bil 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn og losunaraðstaða fyrir ferðasalerni er í næsta nágrenni við tjaldsvæðið.
Gestir eru beðnir um að hafa samband við móttöku við komu, en ef þeir koma þegar hún er lokuð er þeim velkomið að koma sér fyrir og hafa síðan samband þegar móttakan opnar aftur. Í móttökunni er unnt að kaupa gas, rauðspritt, póstkort, frímerki og ýmislegt annað sem ferðalangurinn þarf á að halda. Þar er einnig unnt að kaupa heit kaffi og kakó. Tjaldsvæðið í Laugardal er fimm stjörnu tjaldsvæði og aðstaðan mjög góð. Á tjaldsvæðinu er salernis og sturtuaðstaða, eldunaraðstaða, útigrill, internet, þvottavél og þurrkari og hjólaleiga svo eitthvað sé nefnt en einnig er stutt í aðra þjónustu samanber matvöruverslun, stætó, sund og bensínstöð. Gestir eru beðnir um að flokka sorpið sitt og ganga vel umEkki þarf að panta gistingu fyrirfram og ekki eru tekin frá pláss. Frá 1.júní – 1. september er 24 tíma gæsla á svæðinu og þurfa því gestir ekki að tilkynna komu sína ef þeir sjá fram á að vera seint á ferð. Sé ferðast saman á mörgum húsbílum eða tjaldvögnum eru menn þó hvattir til að láta vita af ferðum sínum. Stórir tjaldhópar (20+) eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla.
OpnunartímiVegna sérstakra aðstæðna í ljósi Covid-19 er áætlað að tjaldsvæði verði opið frá 1. júní til 15. október.
Á tímabilinu verður gestum að hluta til boðin aðstaða og þjónusta á Farfuglaheimilinu við hliðiná.
- Cold water
- Warm water
- Toilets
- Electricity
- Internet
- Waste disposal for mobile homes
- Shower
- Swimming pool
- Restaurant
- Walking paths
- Cooking facilities
- Wheelchair accessible
- Horse rental
- Washing machine
- Bike rental
Verð 2020
Ein nótt : 2.400 kr / 2.160 kr ef bókað er hér að neðan.
13 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 1.000 kr á dag
Internet: Frítt
Sturtur: Frítt
*Hámarksdvöl eru 7 nætur.
loading map - please wait...