Kvikan – Auðlinda og menningarhús er nýtt nafn á húsi Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Húsið fær nú samhliða nýju nafni aukið hlutverk. Þar hefur verið opnuð afar fróðleg og skemmtileg jarðsögusýning á efri hæð hússins.
Á neðri hæð hússins verður áfram hin stórskemmtilega sýning Saltfisksetursins og því má segja að nú séu samankomnar tvær náttúruauðlindir bæjarins í einu húsi.
Kvikan hefur nú þegar opnað og er opið þar daglega frá 10 – 17 í sumar.
Tjaldsvæðið í Grindavík opnar föstudaginn 6 maí og er það viku fyrr en áætlað var. Opnað verður inn á afmörkuð svæði tjaldsvæðisins og verður einnig lágmarksþjónusta til að byrja með en það verður opið í rafmagn og salerni.