Tjaldsvæðið í Árnesi er í fallegu umhverfi við Kálfá. Þar er rúmgóð flöt með 36 rafmagnstenglum ásamt góðum hliðarsvæðum.
MeiraBorg í Grímsnesi
Tjaldsvæði er fjórar litlar grasflatir. Tjaldsvæðið er ætlað fjölskyldufólki. Aldurstakmark er 20 ára nema í fylgd með fullorðnum.
MeiraBrautarholt
Tjaldvæðið í Brautarholti er í rólegu og notalegu umhverfi aðeins 85 km frá Reykjavík. Stutt er í hina ýmsu afþreyingu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi umhverfis Brautarholt.
MeiraEyrarbakki
Tjaldsvæðið er staðsett vestast við Eyrarbakka, vestan við Hafnarbrú. Tjaldsvæðið er í nálægð við fuglafriðland og rétt við fjöruna.
MeiraFlúðir
Tjaldsvæðið á Flúðum er staðsett á bökkum Litlu Laxár. Það er vel útbúið með þjónustuhúsi, leiktækjum og almennt góðri aðstöðu. Á Flúðum og nágrenni ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
MeiraGeysir, Haukadal
Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal er staðsett í náttúruperlunni á Geysi, beint á móti Geysir Bistro og Geysir verslun. Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur notið sín í rólegheitum á góðu fjölskyldu tjaldsvæði.
MeiraHamragarðar
Tjaldsvæðið er um 2 km frá þjóðvegi 1. Beygt er útaf þjóðveginum við Seljalandsfoss og ekið um 2 km. Þar á hægri hönd er svæðið.
MeiraHella, Gaddastaðaflatir

Tjaldsvæðið Gaddastaðaflatir við Hellu er fjarri skarkala Hellu en samt mjög stutt í alla þjónustu á Hellu.
MeiraHellishólar, Fljótshlíð
Tjaldsvæðið á Hellishólum er glæsilegt tjaldsvæði staðsett í Fljótshlíð og einungis 10 km frá Hvolsvelli. Glæsileg aðstaða var tekin þar í notkun árið 2007 með m.a. heitum pottum, leiksvæði og fótboltaaðstöðu. Steinsnar frá tjaldsvæðinu er svo hinn glæsilegi golfvöllur, Þverárvöllur, staðsettur og ætti enginn golfari að láta hann fram hjá sér fara.
MeiraHerjólfsdalur, Vestmannaeyjar
Tjaldsvæðið er staðsett í Herjólfsdal. Svæðið er þannig girt af með fjalli í laginu eins og skeifa sem veitir svæðinu gott skjól.
MeiraHólaskjól

Tjaldsvæðið Hólaskjól er við Fjallabaksleið nyrðri og er við gróið og fallegt svæði sem afmarkast af hraunkambi
MeiraHörgsland
Tjaldsvæðið er rétt við þjóðveg 1 í um 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri en í Hörgslandi er einnig boðið uppá gistingu í smáhúsum. Á svæðinu er lítill skógur og mikið fuglalíf.
MeiraHraunborgir, Grímsnesi
Tjaldsvæðið að Hraunborgum í Grímsnesi er staðsett við Kiðjabergsveg. Á svæðinu er góð aðstaða og fjölbreytt afþreying. Svæðið er mjög vinsælt fyrir fjölskyldufólk enda gott útivistarsvæði fyrir börn og fullorðna.
MeiraHveragerði – Reykjamörk
Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu svo sem í Reykjadal.
MeiraHvolsvollur

Hvolsvöllur er í alfaraleið við Þjóðveg 1. Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1
MeiraKirkjubær II, Kirkjubæjarklaustri
Kirkjubær II er mjög skemmtilegt tjaldsvæði með snyrtilega aðstöðu. Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er svæði sem er nauðsynlegt að heimsækja. Sagan er átakamikil þar sem eldgos og jökulvötn hafa mótað svæðið og er náttúrufegurðin, hrikaleg ummerki eftir eldgos, fjörurnar og víðáttan eitthvað sem ætti að heilla alla. Kirkjubæjarklaustur er einnig rómað fyrir veðursæld sína.
MeiraLaugaland
Tjaldsvæðið að Laugalandi sameinar helstu kosti bæði stórra og lítilla tjaldsvæða. Þar geta þeir sem eru einir á ferð fundið sér stað á milli trjánna eða í litlum reitum en einnig eru þar stór svæði fyrir t.d. stærri hópa og ættarmót. Tjaldsvæðið er frábær staður fyrir fjölskyldufólk en þar er gervigrasvöllur og þrjú leiksvæði. Leiksvæðin eru með nýjum leiktækjum, aparólu og trampólíni. Þá er einnig mjög góð sundlaug á staðnum með rennibraut, heitum pottum og gufubaði. Laugaland er í heildina skemmtilegt svæði sem kemur skemmtilega á óvart.
MeiraLeirubakki (Lokað)
Tjaldsvæðið að Leirubakka er 30 km. frá hringveginum við Landvegamót. Ef komið er frá Selfossi er ekið 29 km. í austurátt eftir hringveginum og beygt til vinstri við Landvegamót, 7 km. vestan við Hellu. Þjóðvegur 26 liggur að Leirubakka.
MeiraReykholt, Aratungu
Tjaldsvæðið í Reykholti er staðsett í þéttbýliskjarnanum að Reykholti. Þar er salernisaðstaða og aðgangur að rafmagni.
MeiraSelfoss – Gesthús
Tjaldsvæðið er staðsett á góðum stað á Selfossi og er stórt. Þjónustuhús með góðri aðstöðu er á staðnum.
MeiraSkaftafell
Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði.
MeiraSkjól

Tjaldsvæðið Skjól er nýtt tjaldsvæði rétt við Geysi. Þar er mikil náttúrufegurð allt um kring.
MeiraSkógar
Tjaldsvæðið er við Skógarfoss sem er einn af glæsilegri fossum á Suðurlandi. Svæðið er nálægt þjóðvegi 1.
MeiraStokkseyri
Tjaldsvæðið á Stokkseyri hefur verið endurbætt mikið undarfarið. Þar er leikvöllur fyrir börnin og göngustígur beint í miðbæ Stokkseyrar. Stutt er í ýmsa afþreyingu í nágrenninu.
MeiraT-bær, Selvogi
Þessu tjaldsvæði hefur verið lokað.
MeiraTjaldsvæðið Höfn í Hornafirði
Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna inn í bæinn. Margar flatir og pallar. Rúmgott með miklu útsýni til jökla. Góð aðstaða og fjölbreytt þjónusta.
MeiraTjaldsvæðið við Faxa
Fallegt og rólegt umhverfi er eitt af einkennum tjaldsvæðisins við Faxa. Tjaldsvæðið liggur á bökkum Tungufljóts við Tungnarétt og fossinn Faxa.
MeiraÚlfljótsvatn
Góður húsakostur, frábær tjaldsvæði, margskonar dagskrártilboð og þjónusta gerir Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni að kjörnum vettvangi fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja eiga saman góðar stundir í frábæru umhverfi.
MeiraÚthlíð, Biskupstungum
Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur, hestaleiga auk orlofshúsa sem hægt er að leigja til lengri og/eða skemmri tíma. Úthlíð er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík og þaðan er stutt til margra áhugaverðra staða eins og Gullfoss og Geysis.
Er þar stórt og glæsilegt tjaldsvæði sem tekið var í notkun árið 2004, með góðri salernisaðstöðu, grillhúsum sem og leiktækjum fyrir börn.
Nú er einnig komið rafmagn á tjaldsvæðið og því tilvalið að koma með felli- eða hjólhýsið og stinga í samband.
Þakgil
Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 15 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld og stórbrotin náttúra.
MeiraÞingborg
Tjaldsvæðið Þingborg er staðsett rétt við þjóðveg 1 á Suðurlandi. Það er staðsett um það bil miðja vegu á milli Selfoss og vegs no 30 til Flúða.
MeiraÞorlákshöfn
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er staðsett miðsvæðis í bænum, rétt við íþróttamiðstöðina og kirkjuna.
MeiraÞórsmörk – Slyppugil

Tjaldsvæðið Slyppugil í Þórsmörk er staðsett á grónu, rólegu svæði í Þórsmörk. Þar eru sturtur, salerni, grill og upplýsingagjöf.
MeiraÞórsvöllur, Vestmannaeyjum
Tjaldsvæðið við Þórsvöll opnaði sumarið 2007. Þaðan er stutt í alla helstu þjónustu en sundlaugin er í 250 metra fjarlægð, 350 metrar eru í matvöruverslun og 150 metrar í golfvöll.
MeiraÞrastalundur tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er við þrastalund í þrastaskógi,Svæðið er með þéttan skóg allt í kring og sérlega skjólgott, með góðu leiksvæði fyrir börn. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.. . . [raw]
Meira