Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
896-2144
Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi.
Dæmi um söfn og gallerí eru Veiðisafnið, Draugasetrið, Orgelsmiðjan, Álfa,- trölla- og norðurljósasetrið, en svo eru Gallerí Svartiklettur og Gallerí Gimli.
Kaffihúsið Kaffi Gott er fallegt kaffihús sem er með gæðakaffi og dásamlegar heimabakaðar kræsingar svo er einnig verslunin Skálinn en þar er hægt að versla eldsneyti og helstu nauðsynjavörur auk veitinga. Ekki má gleyma hinum margrómaða veitingastað Fjöruborðið, en þar fæst meðal annars heimsklassa humar og humarsúpa. Sundlaug Stokkseyrar er lítil og notaleg laug þar sem eru 2 heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin, auk rennibrautar. Laugin er opin alla daga yfir sumartímann. Ýmis önnur afþreying er í þorpinu, til dæmis
eru skemmtilegar gönguleiðir víða. Hægt er að skella sér á kajak hjá Kajakaferðum.
Leikvöllur er fyrir börnin. Frisbee golfvöllur liggur útfrá tjaldsvæðinu.
Göngustígur liggur frá tjaldsvæðinu beint inn í miðbæ Stokkseyrar. Strætó gengur milli Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar alla virka daga svo stutt er í aðra afþreyingu á svæðunum í kring. Opnunartími
1. maí – 1. október
- Cold water
- Electricity
- Toilets
- Playground
- Walking paths
- Swimming pool
- Hot tub
- Sport area
- Waste disposal for mobile homes
- Restaurant
Verð 2018
Verð fyrir fullorðna: 1400 kr.
Verð fyrir börn, 13 – 16 ára: 900 kr
Verð fyrir börn: frítt fyrir börn undir 12 ára
Öryrkjar og eldri borgarar: 900 kr
Rafmagn: 900 kr sólahringurinn.
Sturtur: 200 kr
Tekið er við greiðslukortum
loading map - please wait...