Nýlega var hafin vinna við deiluskipulag Leirutanga á Siglufirði. Stefnt er að því að leggja niður núverandi tjaldsvæði og nýtt svæði verði byggt upp á Leirutanga ásamt athafnalóðum, útivistarsvæði og friðlandi fugla. Almenningi og umsagnaraðilum gefst kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar en þeim skal skila til tæknideildar Fjallabyggðar fyrir kl 15 þann 27. febrúar 2015.
Það er jákvætt þegar unnið er að betrumbótum á tjaldsvæðum og fögnum við á tjalda.is þessu og vonumst til að Fjallabyggð hugi einnig að endurbótum á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði en það getur safnast saman mikið vatn þar þegar rignir.