Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verðugur samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem sagður er einn mesti skrímslastaður landsins.
Í Skrímslasetrinu fá gestir tækifæri til að fræðast um þessar merku skepnur. Þar er m. a. hægt að flakka um helstu skrímslaslóðir Arnarfjarar og skoða myndskreyttar sögur í mögnuðu margmiðlunarbori,einstakar frásagnir sjónarvotta og kenningar fræðimanna um tilvist skrímsla eru á skjám vísvegar um safnið, hægt er að hlusta á leiklesnar skrímslasögur og sjá skrímsli í fullri stærð. Ýmsir munir og minjar tengdir þessari dularfullu hlið dýrafræðinnar eru einnig til sýnis í setrinu.
Í Skrímslasetrinu er svo einnig veitingasala.
Aðgangseyrir er 1.250 krónur á mann og Skrímslasetrið er opið frá 15. maí til 15. september.
Hægt er að komast á vefsíðu setursins hérna og svo er tilvalið að gista á tjaldsvæðinu á Bíldudal þegar setrið er heimsótt.