Tjaldsvæðið í Ólafsvík er við austari enda bæjarins og er því strax þegar komið er að bænum frá Fróðárheiði / Grundarfirði / Reykjavík. Þar er aðstaðan nokkuð góð en lítið þjónustuhús er á miðju svæðinu með heitu og köldu vatni, sturtum og salerni.
Sjá nánari upplýsingar að neðan
.
.
.
433-6929 / 844 2629
.
Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni. Tjaldsvæðið býður einnig uppá wifi þjónustu. Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín ganga er í sundlaugina og pósthúsið. Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík.
Ólafsvík er stærsti þéttbýliskjarninn í Snæfellsbæ með um 1000 íbúa. Sjávarútvegur og stór höfn móta bæjarmyndina í Ólafsvík. Bæjarstæði er óvíða fegurra en í Ólafsvík. Fossar steypast af fjallsbrúnum að baki byggðinni og vatnsfarvegir hafa fengið að halda upprunalegu svipmóti sínu í bænum. Í Ólafsvík hefur verið komið upp skemmtilegu verslurnar- og verkháttasafni í “Pakkhúsinu”, gömlu verslunarhúsi sem reist var árið 1844 og stendur í hjarta bæjarins. Þar er líka handverkssala íbúa Snæfellsbæjar. Í Ólafsvík eru bensínstöðvar, verslanir, sundlaug, safn, heilsugæsla, pósthús og önnur nauðsynleg þjónusta. Opnunartími15. maí til 15. október
- Shower
- Swimming pool
- Fishing
- Walking paths
- Golf course
- Warm water
- Cold water
- Toilets
- Playground
- Restaurant
- Electricity
- Waste disposal for mobile homes
- Internet
- Wheelchair accessible
Verð 2020
Fullorðinn: 1.500 kr
14 – 16 ára: 500 kr
Frítt fyrir yngri en 14 ára.
Aldraðir og öryrkjar: 1.000 kr
Rafmagn: 700 kr
loading map - please wait...