Tjaldsvæðið býður uppá 80 til 100 stæði fyrir tjöld, húsbíla og aðra ferðavagna. Rafmagnstenglar með lekaleiða eru til staðar á 60 stæðum. Notalegt og rólegt kjarri vaxið umhverfi með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
625 8888 / 820 1310
.
Tjaldsvæðið býður gestum sínum uppá wc, heitt og kalt vatn ásamt aðgangi að sturtum, þvottavél og þurrkara. Seyrulosun fyrir húsbíla er til staðar ásamt bílaþvottaplani og rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu. Útisundlaug ásamt heitum potti er 150 m í burtu og hestaleiga, líkamsræktaraðstaða og 9 holu golfvöllur í næsta nágrenni. Fjölbreyttar gönguleiðir og veiðivötn og ár. Veitingasala, bar og ferðamannaverslun er á staðnum og þar er m.a. hægt að kaupa lífrænt ræktað grænmeti af svæðinu.
Einnig er þar í boði að gista inni og er þar í boði tvær íbúðir hvor fyrir fjóra aðila. Einnig eru í boði 5 herbergi fyrir 11 manns samtals.
Tjaldsvæðið hentar mjög vel fyrir ættarmót og ýmiskonar samkomur sem kalla á bæði inni og útigistingu.
NÝTT: „Hobbita hús“ eru upphituð gróðurhús með jarðvarma sem hægt er að tjalda inní í litlum tjöldum. Húsin eru með grasbotni og eru vökvuð og slegin reglulega. Tilvalið veðurskjól ef illa viðrar.
OpnunartímiOpið allt árið (lokað frá 15 des – 15 jan)
- Walking paths
- Playground
- Toilets
- Electricity
- Warm water
- Cold water
- Wheelchair accessible
- Hot tub
- Washing machine
- Swimming pool
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
- Dogs allowed
- Restaurant
- Sleeping bag accommodation
Verð 2018
Fullorðnir (15 ára og eldri): 1.500 kr
14 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 1.100 kr
Þvottavél: 500 kr hvert skipti
Þurrkari: 500 kr hvert skipti
NÝTT: Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: 2.000 kr á mann.
loading map - please wait...