.
.
.
.
.
.
Tjaldsvæðið Húsabakka er nú orðið 4ra stjörnu tjaldsvæði en þá vottun gefur Ferðamálastofa út. Tjaldsvæði þurfa að uppfylla mörg skilyrði til að geta kallað sig 4ra stjörnu tjaldsvæði svo sem:
- Salerni skulu vera opin 24 klst
- Á svæðinu skal vera aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af húsbílum eða upplýsingar um næsta losunarstað.
- Gestamóttaka skal vera aðgengileg með svæðisupplýsingum.
- Aðgangur að þvottavél og þurrkaðstöðu.
- Leiktæki fyrir börn skulu vera á svæðinu.
- Starfsfólk skal hafa fasta viðveru frá kl 07:00 – 23:00
- Gestir skulu hafa aðgang að nettengingu
og margt fleira. Hægt er að lesa nánar til um stjörnugjöf tjaldsvæði á vef Ferðamálastofu.
Tjaldsvæði Húsabakka er skemmtilegt tjaldsvæði og sérlega vel staðsett fyrir útivistar- og gönguhópa sem geta nýtt sér nálægðina við margar og fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenninu.