Á tjalda.is er nú sú nýjung að hægt er að finna öll hundavæn tjaldsvæði á einum stað.
Hundaeign landsmanna hefur aukist gífurlega undanfarin ár og er þvi mun meiri eftirspurn eftir tjaldsvæðum sem bjóða hunda velkomna. Rétt er þó að árétta að sömu reglur gilda á öllum tjaldsvæðum varðandi hundahald en þær eru að hundarnir hafi ekki truflandi áhrif á aðra gesti, séu í bandi og að sjálfsögðu að eigendur þrífi upp eftir hundana sína.
Okkur langar líka til að segja ykkur frá einni af „systur“ síðum okkar en það er vefsíðan bestivinur.is. Þar er hægt að sjá öll hundasvæði á einum stað, gistingar fyrir hunda, ýmsan fróðleik og ýmislegt annað til gamans.