Ár hvert er haldin Húnavaka á Blönduósi og er það bæjarhátið Blönduósinga. Í ár verður hátíðin haldin helgina 20. – 22. júlí. Þar er mikið gert til skemmtunar og má nefna ball með Stuðbandinu, ball með Albatross, hoppukastalar, vatnaboltar, Leikhópurinn Lotta, BMX-Brós, brekkusöngur með Sverri Bergmann og Halldóri Fjallabróður, lazertag og margt fleira.
Tjaldsvæðið Blönduósi er mjög vel staðsett og í göngufæri frá öllum helstu viðburðum.
Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Húnavöku og hér að neðan má svo sjá myndir frá Húnavöku 2017.