Tjaldsvæðið Hrafnagili er fjölskylduvænt tjaldsvæði með mjög góða aðstöðu. Þar eru sparkvöllur, íþróttavöllur og leiksvæði ásamt sundlaug. Aðstaðan er góð .
Sjá nánari upplýsingar að neðan.
.
.
.
464 8140
Sundlaugar í nágrenninu
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett við Hrafnagilsskóla 10 km innan við Akureyri. Þar er mjög gróðursælt og náttúrufegurð mikil. Gestir eru lausir við skarkalann en eru samt sem áður mjög nálægt allri þjónustu.Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu. Fullkomin hreinlætisaðstaða er við tjaldsvæðið.
Stutt er í Jólagarðinn, þar er hægt að finna jólaandann allan ársins hring. Í Eyjafjarðarsveit er Holtsels Hnoss kaffihús þar sem í boði er kaffi, ískökur og heimatilbúinn ís. Einnig má nefna Hestaleiguna Kát, golfvellina að Þverá og Leifsstöðum, söfn, gallerý þar sem handverk er til sölu. Kaffi Kú sem er á lofti ofan við fjós og þar er hægt að virða kýrnar fyrir sér.Aðstaðan er góð en á svæðinu er rafmagn, heitt og kalt vatn, salerni, sundlaug í næsta nágrenni, þvottavél og leiksvæði.
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla er haldin aðra helgina í ágúst ár hvert.
Opnunartími1. júní til 1. sept
Vetraropnunatími íþróttamiðstöðvarinnar er frá 19. ágúst en opnunartíminn er 06:30 – 22:00 á mánudögum til fimmtudags, föstudaga frá 06:30 – 20:00 og 11:00 – 18:00 um helgar
- Cold water
- Warm water
- Toilets
- Electricity
- Playground
- Internet
- Walking paths
- Swimming pool
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
- Sport area
- Dogs allowed
- Washing machine
Verð 2020
Verð fyrir fullorðna: 1.300 kr á mann
Verð fyrir börn, 17 ára og yngri: Frítt í fylgd með forráðamönnum.
Hver nótt umfram fyrstu nóttina: 1.000 kr á mann
Rafmagn: 800 kr á dag.
loading map - please wait...