Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
414-5420
.
Sundlaugar í nágrenninu
Sundlaugin Grenivík
Tjaldsvæðið á Grenivík var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni. Einnig er aðstaða til að þrífa leirtau. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
Í Íþróttamiðstöðinni á Grenivík er nýleg 16,67 m sundlaug, heitapottur, gufuklefi, rækt, samkomu- og íþróttasalur.Á Grenivík er sparkvöllur og leikvöllur fyrir börnin. Einnig er að finna veitingastað, matvöruverslun, bensínstöð, heilsugæslu (sími: 4604600) og Sparisjóð, en þar er aðgangur að hraðbanka á opnunartíma verslunarinnar. Á sumrin er stafrækt Útgerðarminjasafn þar sem fiskisaga Grenivíkur er rakin.
Í nágrenni Grenivíkur er Golfvöllurinn í Hvammi og bifreiðaverkstæðið Birnir (sími: 4633172). Einnig er hægt að leigja sér hesta hjá Pólarhestum. Gamli bærinn Laufás er forn torfbær þar sem prestsetur hefur verið frá kristnitöku. Þá eru ýmsar gönguleiðir í nágrenninu.
frá og með 29.maí og eitthvað fram á haust (eins og veður leyfir).
- Toilets
- Warm water
- Cold water
- Electricity
- Restaurant
- Playground
- Wheelchair accessible
- Dogs allowed
- Golf course
- Walking paths
- Fishing
- Waste disposal for mobile homes
- Swimming pool
- Shower
- Hot tub
- Horse rental
- Sport area
- Grenivík
- Grenivík
- Grenivík
- Grenivík
Verð 2020
Fullorðnir: 1.400 kr
Börn (yngri en 16 ára): Frítt
Eldri borgarar og öryrkjar: 700 kr
Rafmagn: 870 kr
Þegar gist er í 2 nætur þá er 3ja nóttin frí.
Wifi er innifalið í verði.
loading map - please wait...