Tjaldsvæðið er staðsett á góðum stað á Selfossi og er stórt. Þjónustuhús með góðri aðstöðu er á staðnum.
Sjáðu nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
482-3585
.
Gestir hafa aðgang að góðri tjaldmiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldurnaraðstöðu og stórum matsal. Í og við þjónustumiðstöðina er í boði frítt þráðlaust internet. Þvottavél og þurrkari eru á svæðinu sem gestir geta notað gegn vægu gjaldi.
Tjaldsvæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar fyrir tjöld og hins vegar fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Á svæðinu er hægt að losa úr ferðasalernum, fylla á neysluvatn og losa vatnstanka.
Tjaldsvæðið er staðsett í göngufæri við miðbæinn, sundlaugina, íþróttavöllinn, veitingastaði og matvöruverslun.
Heitir pottar eru á svæðinu og standa gestum til boða gegn vægu gjaldi.
Í þjónustumiðstöð er seldur morgunverður frá 8-10 alla daga og þar er einnig hægt að kaupa kaffi, gos og vínveitingar.
Í Gesthúsum er einnig hægt að leigja smáhýsi eða sumarbústað sem rúmar allt að 6 manns.
OpnunartímiTjaldsvæðið er opið allt árið
- Cooking facilities
- Toilets
- Internet
- Electricity
- Warm water
- Cold water
- Washing machine
- Swimming pool
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
- Dogs allowed
- Playground
- Cottages
- Hot tub
Verð 2019
Fullorðinn + tjald/hjólhýsi: 2.000 kr
Aukamanneskja: 1.500 kr
Börn, 13 – 15 ára: 800 kr
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Rafmagn: 800 kr
Þvottavél: 800 kr
Þurrkari: 800 kr
Morgunverður: 1.700 kr
loading map - please wait...