Tekin hefur verið ákvörðun um að loka tjaldsvæðinu að Fossatúni. Ákvörðun var tekin, að sögn rekstraraðila, vegna samkeppnisaðstæðna sem ríkja í rekstri tjaldsvæða á Íslandi. Þar eru opinberir aðilar sem reka og niðurgreiða tjaldsvæði í samkeppni við einkaaðila. Að sögn rekstraraðila að Fossatúni eru opinberir aðilar markaðsráðandi og halda markaðnum sem lágvöruverðsmarkaði til dæmis með þáttöku í Útilegukortinu og lágu gjaldi fyrir aðgengi og þjónustu.
Áfram verður rekið gistihús og veitingastaður að Fossatúni. Tjaldsvæðið að Fossatúni hefur verið mjög vinsælt undanfarin sumur og því ljóst að þess verður saknað hjá tjaldsvæðagestum.