Helgina 10 – 12 júlí verður hin árlega bæjar- og fjölskylduhátíðin Bryggjuhátíð, haldin á Stokkseyri. Að venju er bærinn skreyttur og fá hverfin einnig ákveðinn lit sem þau skreyta í.
Dagskráin er einnig mjög fjölbreytt og skemmtileg og má sjá hana hérna.
Á meðal dagskráratriða má nefna kvöldvöku á bryggjunni, fjöldasöng með Ingó Veðurguð, brenna, andlitsmálun og margt fleira. Krúserklúbburinn mætir á svæðið og sýnir bílana sína, Gói verður með barnaskemmtun í íþróttahúsinu og svo verður frítt Tívolí á staðnum einnig.
Tjaldsvæðið er auðvitað á sínum stað og tilvalið að eyða allri helginni á tjaldsvæðinu og njóta góðrar dagskrár.